Jóladagatal miðstigs

1.12.2021

Við á miðstiginu erum að taka þátt í eTwinningverkefni. Verkefnið er í samvinnu við Kalberg skólann í Stokkhólmi. Unnið er með listamenn frá hvoru landi og perluð armbönd eftir litakóðum. Listamaðurinn sem við sendum þeim upplýsingar um heitir Gunnella og unnu þau myndir undir áhrifum frá hennar myndum. Þau sendu okkur myndir og upplýsingar um Elsu Beskow og unnum við myndir í anda hennar. Elsa hefur líka samið barnabók sem þýdd hefur verið og gefin út á Íslandi. Myndirnar sem nemendurnir gerðu voru síðan notaðar til þess að búa til aðventudagatal. Þar sem að við gerðum fleiri en 24 myndir var ákveðið að gera tvö dagatöl svo allar myndirnar ættu kost á því að vera í dagatali, sumar myndirnar eru því í báðum dagatölunum.

Þetta eru dagatölin okkar
Dagatal 1 GB desember 2021 

Dagatal 2 GB desember 2021

Dagatal Karlberg skola