Jóladagatal Múmín og UNICEF
Foreldrafélag skólans gaf jóladagatöl
Malir, yngsta stig, miðstig og unglingastig fengu jóladagatal Múmín og UNICEF að gjöf frá foreldrafélagi skólans.
Með kaup á dagatalinu er verið að styðja við verkefni UNICEF í þágu barna um allan heim. Hver gluggi hefur að geyma óvæntan glaðning sem hjálpar börnum um allan heim að lifa, læra og leika sér.
Nemendur okkar kynnast því hjálpargögnum sem UNICEF útvegar börnum sem þurfa á þeim að halda, til dæmis, hlýjum teppum, skólagögnum, bóluefnum gegn lífshættulegum sjúkdómum og næringu. Þegar gluggi í dagatalinu er opnaður gefur innihald hans tækifæri til að fræðast og spjalla.