Jólagleði í skólanum
Vikan hófst á því að skólinn var færður í jólabúning þegar jólamyndirnar voru settar upp í glugga.
Allt frá árinu 1980 hefur skólinn verið skreyttur með jólamyndum. Vikan hófst á því að skólinn var færður í jólabúning þegar jólamyndirnar voru settar upp í glugga. Margir dást að listaverkunum sem myndirnar eru í gluggum skólans.
Í matsalnum hefur jólatré verið sett upp og skreytt. Aðventustund var haldin á mánudaginn þar sem nemendur og starfsfólk skólans komu saman og sungu nokkur jólalög við undirleik Magnúsar Traustasonar.
Nokkrar starfskonur skólans tóku sig til í byrjun árs og hófust við að prjóna jólapeysur. Peysurnar voru svo frumsýndar þriðjudaginn 5. desember.