Jólakveðja

21.12.2022

  • 20221220_133104

Hátíðarkveðja frá starfsfólki Grunnskóla Bolungarvíkur

Í desember hefur verið haldið í hina árlegu aðventusamveru nemenda og starfsfólks skólans þar sem jólalög eru sungin á sal. Bræðurnir Traustasynir, Magnús og Hjörtur, sáu um undirleik við sönginn og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Litlu jólin voru haldin 20. desember. 10. bekkingar sáu um að raða upp og leggja á borð í matsal þar sem allir nemendur og starfsmenn skólans borðuðu saman jólamat. Nemendur í 6. bekk sýndu íslenska og stutta útgáfu af "Home alone" og þótti það heppnast vel. Að lokum var sungið og dansað í kringum jólatréð. 

Nú eru allir komnir í jólafrí og skóli hefst að nýju 4. janúar 2023 kl. 09:00. 

Gleðilega hátíð. 

320475185_551084509929249_1140270164637987865_n

20221220_120114

20221220_11333420221220_113342

20221220_13214620221220_132518