Jólakveðja frá yngsta stigi

16.12.2020

  • Í noðri þegar nálgast jól

Aðventusöngur í Grunnskóla Bolungarvíkur.

Tónmenntakennarinn okkar hann Jóngunnar Biering Margeirsson, hefur verið að kenna nemendum á yngsta stigi lag sem hann samdi við texta Viðars Konráðssonar tannlæknis – Í norðri þegar nálgast jól.

Í morgun fluttu nemendurnir þetta lag í „Aðventustundinni“. Einstaklega skemmtileg uppákoma og stóðu börnin sig afar vel. Það er ekki sjálfgefið að allir nemendur í 1.-4. bekk geti staðið saman og sungið sem kór, en þetta tókst þeim og erum við mjög stolt af þessari uppákomu. Þökkum Jóngunnari sérstaklega fyrir að framtakið.

Hér má sjá upptöku af söng þeirra í morgun

 https://drive.google.com/file/d/1keyndTdUC2IZp847BcFN6v2wfjx1-q8P/view?usp=drivesdk

Við minnum á að litlu jólin hefjast kl. 10 á föstudaginn og eru til 11:30. Þá fara allir nemendur heim, það er ekki dægradvöl þennan dag.