Jólasöngvar
Nemendur á yngstastigi syngja fyrir heimilisfólk á Bergi
Nemendur af yngsta stigi höfðu val um það nú á aðventunni að fara og syngja fyrir heimilisfólk á Bergi. Fjöldi nemenda sem völdu að fara með, var það mikill að ákveðið var að fara í tveimur hópum og fór fyrri hópurinn á miðvikudaginn í síðustu viku en sá seinni í dag. Hvor hópur um sig flutti 4 skemmtileg og klassísk jólalög. Stóðu söngvararnir sig mjög vel og voru á allan hátt til fyrirmyndar. Mikil ánægja var með heimsóknina bæði meðal nemenda og heimilisfólks.