Jólasveinalestur
Í jólafríinu stóð Menntamálastofnun ásamt FFÁS - Félagi fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV, fyrir lestrarsprettinum Jólasveinalestur, dregið hefur verið úr þeim hópi þeirra barna er tóku þátt.
Kjartan Steinn Jónasson nemandi í 4. bekk Grunnskólans hlaut viðurkenningu fyrir þátttöku sína í jólasveinalestrinum. Verkefnið er hluti að verkefninu Sögur sem er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, KrakkaRÚV og SÍUNG – Sambands íslenskra barna- og unglingabókahöfunda og fleiri aðila. Markmiðið með verkefninu Sögur er að efla lestur og lestrarmenningu.
Sjá nánar á: Jólasveinalestur
Kjartan las 220 blaðsíður í jólasveinalestrinum og hlaut í verðlaun bókagjöf og viðurkenningu. Til hamingju Kjartan, glæsilegur árangur.