Kærleikskeðja

8.11.2023

  • 20231108_103247

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti

Frá árinu 2011 hefur 8. nóvember verið titlaður baráttudagur gegn einelti. Markmið dagsins er meðal annars að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu.

Í dag unnu tveir bekkir saman, þvert á stig, þar sem nemendur voru paraðir saman tveir og tveir. Nemendur skrifuðu hrósyrði til hvor annars á miða sem síðar voru límdir á band svo úr varð löng kærleikskeðja sem hengd var upp á mötuneytisgangi skólans.

Að kærleiksvinnu lokinni komu nemendur og starfsmenn skólans saman í sal og sungu nokkur vel valin lög þar á meðal Ég er sko vinur þinn og Burtu með fordóma.

Grunnskóli Bolungarvíkur á að skapa góðar minningar.

20231108_10060920231108_10043120231108_10100420231108_10074420231108_10093620231108_10321920231108_103942