Kosningar í nemendaráð

30.8.2024

  • 20240830_110143

Kosningar fóru fram föstudaginn 30. ágúst 2024

Kosningar í nemendaráð Grunnskólans og Félagsmiðstöðvarinnar Tópaz fóru fram í morgun. Nemendur í 8.-10. bekk gáfu kost á sér í ráðið ásamt því að taka þátt í kosningunum. Ráðið er skipað fulltrúa nýnema á unglingastigi, gjaldkera, tæknimanni, ritara, varaformanni og formanni. Það er gleðilegt hve margir nemendur gáfu kost á sér.
Áður en gengið var til kosninga héldu allir frambjóðendur framboðsræðu, skipað var í kjörstjórn, farið var yfir reglur og tilhögun kosninga.

Úrslit kosninga voru gerð kunn eftir að kjörstjórn hafði talið atkvæði.

Niðurstöður kosninganna urðu eftirfarandi:

Fulltrúi nýnema, Valgerður Karen

Tæknimaður, Ásberg Júl

Gjaldkeri, Nikola

Ritari, Sigurborg

Varaformaður, Hugrún Brynja

Formaður, Stefanía Rún

Frambjóðendur héldu framboðsræðu

20240830_085254 Kjörstjórn við vinnu við kosningar 

20240830_094857