Kosningardagur

30.4.2021

Í vetur var nemendaþing og margar áhugaverðar hugmyndir komu fram. 

Nemendur á unglingastigi lögðu til breytingar á skólabjöllunni, annað hvort yrði fjárfest í nýrri, sem spilaði rólega tónlist þegar tíminn var búinn eða að sleppa bjöllunni alveg. 

Í mars gerðum við tilraun með bjöllulausa viku og gekk sú vika mjög vel. Í dag voru kosningar. Nemendur og starfsmenn mættu í sparifötum og kusu um skólabjölluna.  

Allir innan skólans höfðu rétt á að kjósa, settir voru upp kosningabásar og merkt var við þá em kusu. Kosið var um bjöllulausan maí, venjulegan maí eða bara hringt inn kl. 08:00. Það voru 134 sem kusu, 16 voru ekki í húsi í dag. 

Niðurstöðurnar voru þessar: Bjalla kl. 08:00 60 stig, engin bjalla 47 stig, venjuleg bjalla 27 stig. Við hringjum inn á mánudaginn og svo verðum við að vona að allir fylgist með tímanum. 

Kos4Kos3Kos1Kos2