Laus störf við Grunnskólann

3.7.2019

  • Bolungarvík, mynd Haukur Sigurðsson

Grunnskóli Bolungarvíkur óskar eftir starfsmönnum í tvö störf.

Aðstoð í mötuneyti skólans – Matráður II


Upphaf starfs: 15.ágúst 2019

Starfshlutfall: 60 %

Lýsing á starfinu: Almenn vinna í mötuneyti leik- og grunnskóla, aðstoðarmatráður. Í starfinu felst meðal annars undirbúningur, framreiðsla á mat, frágangur og þrif. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund, samstarfsvilja og sveigjanleika. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.

Heildagsskólinn / Heilsuskólinn- Umsjónarmaður


Upphaf starfs: 15. ágúst 2019

Starfshlutfall: 60 % (vinnutími frá kl. 12:00-16:30)

Lýsing á starfinu: Umsjón, skipulag og frágangur lengdrar viðveru yngstu skólabarnanna (1.-3. b). Í starfinu felst meðal annars samstarf við íþróttafélög og tónlistarskólann og umsjón með heilsuskólanum.

Hæfniskröfur: Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með börnum, hefur gott vald á íslenskri tungu og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Einstaklingi sem getur sýnt frumkvæði og leiðtogahæfni og er með hreint sakarvottorð.

Launakjör: Laun og önnur starfsskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi séttarfélag.

Umsóknarfrestur starfanna er til og með 1. ágúst 2019.


Nánari upplýsingar: Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur,  halldoras@bolungarvik.is eða 6923736.