Leiksýningar

5.9.2019

Þjóðleikhúsið bauð nemendum á yngsta- og elsta stigi á leiksýningar í félagsheimilinu í morgun. 

Yngsta stigið fylgdist með Ómari Orðabelg leita uppruna orðanna. Áhugaverð sýning þar sem Ómar ferðast um heim orðanna og kynnist allskonar orðum og merkingu þeirra. Eitt orð mun hann kannski aldei skilja - dauðinn. Hvað er að deyja og hvað gerist eftir dauðann.

Elsta stigið fylgdist aftur á móti með sýngingu Maríu Thelmu Smáradóttur þar sem hún segir sögu móður sinnar í verkinu Velkomin heim. Móðir hennar er fædd við afar sérstæðar aðstæður í Taílandi. Hún kynnist íslenskum manni, þau verða ástfangin og hún flytur til Íslands. Afar athyglisverð umfjöllun og nær María að túlka og segja þessa sögu af varfærni og virðingu. 

Við erum þakklát fyrir þetta tækifæri sem Þjóðleikhúsið bauð uppá í dag.

Yngstastig-og-leikskolinn-1-Yngstastig-og-leikskolinn-2-