Leiksýningar

10.10.2022

  • Tindatar-1-

Nemendur skólans hafa á síðustu vikum horft ásýningarnar Tindátar og Góðan daginn, faggi

Í dag sýndi Kómedíuleikhúsið leikritið Tindátar eftir ljóðsögu Steins Steinars fyrir 1.-7. bekk skólans.
Elfar Logi Hannesson sá um sýninguna sem heppnaðist mjög vel og var almenn ánægja með sýninguna á meðal nemenda og kennara.

Í lok september fóru nemendur og kennarar í 9. og 10.

 bekk á sjálfsævisögulega heimildasöngleikinn "Góðan daginn, faggi"
sem sýndur var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Í sýningunni er það Bjarni Snæbjörnsson sem stendur á sviðinu en verkið er unnið upp úr dagbókum hans frá yngri árum.


Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá sýningu Tindáta í sal skólans.

Tindatar-2-Tindatar-3-