Liðleiki og hreyfanleiki
Hversu liðugir eru nemendur?
Í Skólahreystivali á unglingastigi bauð Aron Ívar, starfsmaður skólans og Osteopata nemi, upp á teygju- og hreyfanleikatíma. Í tímanum fór Aron einnig yfir það hver væri munurinn á teygjum og hreyfanleika.
Nemendur sýndu æfingunum mikinn áhuga og voru duglegir, en mis liðugir.
Mannauður okkar hér í skólanum er fjölbreyttur og skemmtilegur.