List fyrir alla

11.11.2022

  • 315099284_856924951981361_6514657640932692314_n

Nemendur í 1.-8. bekk fóru á sýningu á vegum List fyrir alla

Miðvikudaginn 9. nóvember var nemendum í 1.-8. bekk skólans boðið á sýningu á vegum List fyrir alla sem haldin var í glæsilega félagsheimilinu okkar. Almenn ánægja var á meðal nemenda og starfsmanna með sýninguna og þökkum við kærlega fyrir okkur. 

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Hægt er að lesa meira um List fyrir alla á heimasíðu þeirra .