„Litla“ Íþróttahátíðin

30.10.2018

  • 44852264_459283114479181_1340378891293818880_n

Íþróttahátíð nemenda á miðstigi Grunnskóla Bolungarvíkur fór fram síðastliðinn föstudag.

Nemendur á miðstigi skólans öttu kappi í „litlu“ Íþróttahátíðinni. Þar kepptu þau í blönduðum liðum úr 5., 6. og 7. bekk grunnskólans og fengu liðsnöfnin Gulur, Rauður, Blár og einkenndu sig með sínum lit.

Nemendur kepptu í hönnun, skák, spurningarkeppni, fótbolta, körfubolta og sundi. Þetta var spennandi nýjung sem fór vel í nemendur og svo fór að Gulir höfðu yfirhöndina eftir daginn. 


44856219_492521764583469_9169436026530168832_n