Litla upplestrarhátíðin

20.3.2024

  • 20240318_101557

Mánudaginn 18. mars fór fram Litla upplestrarhátíðin. Við í Grunnskóla Bolungarvíkur viljum kalla þetta hátíð frekar en keppni en er þetta í 14 sinn sem hún er haldin.

Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur eru með í liðinu, allir koma fram og fá viðurkenningarskjal í lokin.

Helga Jónsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu og formaður læsisteymi skólans bauð nemendur, foreldra og aðra gesti velkomna. 7 nemendur 4. bekkjar fluttu ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Vorið góða grænt og hlýtt, ásamt því að lesa kafla upp úr bókinni um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur. Fóru nemendur með runur og andheiti. Að dagskrá lokinni veitti  Halldóra Dagný, skólastjóri, nemendum viðurkenningu fyrir þátttöku í keppninni.

Foreldrar voru velkomnir og áttu þeir og nemendur 4. bekkjar góða stund eftir hátíðina í bekkjarstofu sinni.

20240318_09524820240318_101029

20240318_101242