Litla upplestrarhátíðin
Nemendur 4. bekkjar skólans taka þátt í hátíðinni og stíga á stokk.
Þriðjudaginn 25. mars var í þriðja sinn Litla upplestrarhátíðin haldin hér í skólanum. Verkefnið sem er stundum nefnt Litla upplestrarkeppnin, byrjað í Hafnarfirði fyrir 15 árum en hefur síðan breiðst út um landið og eru nú um 3000 nemendur víðs vegar sem taka þátt í því. Hér í skólanum ákváðum við nefna verkefnið Litlu upplestrarhátíðina og er markmið verkefnisins að nemendur verði betri í lestri í dag en í gær. Nemendur hafa fundið það hjá sjálfum sér á æfingatímabilinu og geti með stolti sagt ,,ég er betri í lestri en í gær“ .
Nemendur fóru með brandara, þulur, ljóð, vísur og orðarunur ásamt því að stíga dans. Þegar öllum atriðum var lokið veitti Helga Jónsdóttir nemendum viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Að hátíð lokinni var foreldrum boðið í bekkjarstofu árgangsins þar sem búið var að slá til veislu, þar sem boðið var upp á safa og bakkelsi.
Frábærri hátíð lokið.