Litla upplestrarkeppnin

16.5.2023

  • 20230516_113733

Einkunnarorð litlu upplestrarkeppninnar er Að VERÐA BETRI Í DAG EN Í GÆR. 

Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði á 15 ára afmæli stóru upplestrarkeppninnar en verkefnið var mótað með kennurum sem þá kenndu 4. bekk. Ingibjörg Einarsdóttir verkefnastjóri og formaður Radda samtaka um vandaðan upplestur og framsögn stýrði þeirri vinnu. Læsisteymi Grunnskólans ákvað að hefja þátttöku í Litlu upplestrarkeppninni í ár. 

Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni,  allir nemendur eru með í liðinu, allir koma fram og fá viðurkenningarskjal í lokin.

8 nemendur í 4. bekk tóku þátt í litlu upplestrarkeppninni í morgun, 16. maí. Dagskrá keppninnar var vegleg og skemmtileg. Katla Guðrún Kristinsdóttir og Sigurborg Sesselía Skúladóttir úr 7. bekk voru með upplestur en þær lentu í 2. og 3. sæti í stóru upplestrarkeppninni sem haldin var 16. mars síðastliðinn. 
Nemendur 4. bekkjar sögðu andheiti, málshætti og lásu upp ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Að dagskrá lokinni veitti Helga Jónsdóttir, fyrir hönd læsisteymisins, öllum nemendum viðurkenningu fyrir þátttöku í keppninni. 

20230516_112343

20230516_113821