Litlu jólin 2019

20.12.2019

Litlu jólin í grunnskóla Bolungarvíkur voru haldin hátíðleg í dag. Nemendur áttu notalega stund í sinni stofu og svo var sungið og gengið í kringum jólatré undir styrkri stjórn Jónsgunnars Biering Margeirssonar áður en nemendur fóru heim. 

Gleðilega jólahátíð og gæfuríkt nýtt ár.