Litlu jólin
Hátíðleiki í skólanum
Litlu jólin voru haldin hátíðleg í skólanum í dag. Að vanda sáu 10. bekkingar um að dekka borð og bjóða samnemendur sína velkomna.
172 voru í jólamat hjá okkur í skólanum og var hátíðlegt um að litast þegar allir sátu til borðs.
6. bekkingar sýndu stuttan leikþátt byggðan á sögunni um Trölla sem stal jólunum.
Magnús Traustason kom og spilaði undir og söng er dansað var í kringum jólatréð.
Skólinn er nú kominn í jólafrí og sjáumst við aftur, samkvæmt stundatöflu, miðvikudaginn 3. janúar klukkan 8:40.