Lok Orðaskrafs

29.11.2024

  • 20241122_082824

Dagur íslenskrar tónlistar

Í tilefni dagsins komum við saman á sal og horfðum á streymi frá dagskrá er send var út frá Hörpu í tilefni dags íslenskrar tónlistar. Þá sungum við með Helga Björnssyni sem kom þar fram lagið Húsið og ég.

Að söng loknum var lokahátíð Orðaskrafs sem hefur verið í gangi í skólanum síðustu tvær vikur. Á göngum skólans má sjá allskonar ljót, skrýtin, fyndin og falleg orð ásamt erfiðum orðum í framburði og rímrunur. Á hverjum degi hafa verið gátur fyrir nemendur að leysa og hafa nöfn þeirra sem getið hafa rétt svör orðið Gátumeistar hvers dags. Helga Jónsdóttir, fyrir hönd læsisteymisins, fór yfir hvernig Orðaskraf hefur gengið og útskýrði Krakkakviss sem síðan fór fram. Þá voru nemendum skipt í hópa, þvert á skólann, og kepptust hóparnir við ýmsar spurningar.

Orðaskraf vakti lukku, umræður og gleði á meðal nemenda, ekki síður en starfsfólks.20241122_085209

20241122_08522020241122_08263320241129_101412

20241129_100229

20241129_104130

20241129_104033