Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

6.3.2018

  • Slide1

Raddir samtök um vandaðan upplestur og framsögn bjóða þér á upplestrarhátíð í Hömrum þriðjudaginn 13. mars kl. 17:00. 

Á hátíðinni munu nemendur sem valdir hafa verið úr skólum byggðalaga á norðanverðum Vestfjörðum lesa brot úr skáldverki og ljóð. 

Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. 

Fram koma ungir hljóðfæraleikarar og aðrir listamenn. 

Áætlað er að athöfnin sé um tvær klst.