Mislitir sokkar

21.3.2024

  • Downs_2024

Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. 

Bæði nemendur og starfsfólk skólans mættu í mislitum sokkum í dag og fögnuðum þannig fjölbreytileikanum. 

Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2011 að 21. mars ár hvert skuli vera Alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en eitt barn af hverjum sjö hundruð sem fæðast í heiminum er með Downs-heilkenni.

Á alþjóðadegi Downs heilkennis göngum við um í ósamstæðum og litskrúðugum sokkum til að draga fram fjölbreytileikann og til að minna á mikilvægi hans í samfélaginu.

Tilgangur dagsins er því að vekja almenning til vitundar um fólk sem fæðist með þetta heilkenni, þarfir þeirra, óskir, drauma og vanda sem það þarf að glíma við og hægt er að lesa nánar um það á vefsíðunni downs.is .