Náttúruhamfarir á Íslandi
Kynningar nemenda á unglingastigi
Nemendur 9. bekkjar héldu í morgun kynningar á náttúruhamförum á Íslandi og buðu skólastjórnendum að hlýða á. Verkefnið var unnið í íslensku þar sem nemendum var skipt í 2-3 manna hópa þar sem hver hópur valdi atburð til umfjöllunar.
Nemendur áttu að rita 800 orða greinargerð um atburðinn ásamt því að undirbúa kynningu. 10. bekkur er einnig að vinna svipað verkefni þar sem á að skila 800-1200 orða greinargerð með þremur heimildum.
Verkefnið var unnið í læsislotu.