Nemendastýrð foreldraviðtöl

1.10.2021

Í dag föstudag eru nemendastýrð foreldraviðtöl í skólanum. Nemendur mæta þá í skólann með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara. Það eru nemendur sem stýra viðtalinu og upplýsa foreldra sína um hvað þeir eru að gera í skólanum. Síðustu vikur hafa nemendur verið að vinna að verkefninu hver er ég sem fellur undir grunnþáttinn heilbrigði og velferð. Minnum á að dægradvöl er ekki opin í dag.