Nemendastýrð foreldraviðtöl
24. okt. kvennaverkfall, 25. okt. starfsdagur, 26.-27. okt. haustfrí
Í dag og á morgun fara fram nemendastýrð foreldraviðtöl, umsjónarkennarar allra bekkja skólans hafa sent tölvupóst til foreldra um fyrirkomulag þeirra. Þriðjudaginn 24. október hefur verið boðað til kvennaverkfalls þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Við Grunnskóla Bolungarvíkur er um 90% starfsmanna kvenmenn sem ætla að sýna stuðning í verki og mæta ekki til vinnu þennan dag. Þetta mun klárlega hafa áhrif á starfsemi skólans. Dagurinn er merktur sem viðtalsdagur á skóladagatali og dægradvöl lokuð. 5 ára deildin átti að vera opin til kl. 14, en við getum ekki tryggt öryggi þeirra barna vegna mannfæðar og því verður hún lokuð allan daginn.
25. október er starfsdagur og 26. og 27. október er haustfrí. Við sjáumst aftur hress og kát mánudaginn 30. október en þá er bangsadagur og mega nemendur þá koma með bangsa í skólann.