Nemendaþing
Hvað er jafnrétti?
Fyrstu lotu skólaársins lýkur núna 4. október og hefst því ný lota þann 7. október. Fyrsta lotan var helguð jafnrétti og lauk henni með nemendaþingi sem haldið var í morgun. Nemendur í 1.-10. bekk tóku þátt á þinginu. Nemendum var skipt í hópa og sáu starfsmenn skólans um tímavörslu og ritarastarf. Unglingar fóru á milli umræðuhópa með spurningar tengdar jafnrétti. Spurningarnar voru sjö sem umræðuhóparnir svöruðu:
1. Hvað er jafnrétti?2. Er jafnrétti alls staðar eins?
3. Hvað græða strákar á jafnrétti?
4. Hvað græða stelpur á jafnrétti?
5. Hvað er hægt að gera í skólanum til að efla jafnrétti?
6. Hvað geta foreldrar gert til að efla jafnrétti?
7. Hvað getið þið gert til að efla jafnrétti?
Nemendur á unglingastigi munu vinna úr þeim umræðupunktum er komu fram á þinginu og gera niðurstöður þess sýnilegar í skólanum og jafnvel samfélaginu okkar.
Þingið heppnaðist vel og hlökkum við til að sjá og vinna úr niðurstöðum þess.