Nemendur vs. kennarar
Í dag fór fram í íþróttahúsinu kappleikir á milli nemenda unglingastigsins og kennara. 1 lið kennara keppti við 2 bandý lið, 2 fótboltalið og 2 körfuboltalið. Einnig var keppt í skotbolta og sundblaki. Kennaraliðið náði að vinna alla leiki nema körfuboltann sem endaði með jafntefli.Þessi keppni er undanfari Íþróttahátíðar sem unglingastigið heldur árlega í októbermánuði og býður til hátíðarinnar öðrum grunnskólum á Vestfjörðum. Allur skólinn fylgdist með og hvöttu til skiptis kennara og unglinga.