Niðurstöður skuggakosninga á miðstigi grunnskóla Bolungarvíkur

13.5.2022

  • 1652436179159
  • 1652436179144

Gengið til kosninga

Nemendur miðstigs í Grunnskóla Bolungarvíkur gengu til skuggakosninga í dag. Kosið var um þá tvo framboðslista sem eru í framboði til sveitarstjórnarkosninganna þann 14. maí 2022. Einnig var kosið um hvort kjósendur væru hlynntir sameiningu við Ísafjarðarbæ.

Á kjörstað tók á móti okkur formaður kjörstjórnar, Helgi Hjálmtýsson. Hann sagði frá hvernig kjörstjórn vinnur og hvaða helstu reglur gilda á kjörstað. Nemendur kusu í gær hverjir ættu að vera í kjörstjórn og svo hófst kjörfundur í dag. Þegar kosningum var lokið tók við talning atkvæða og reglur þeim lútandi voru gerð skil. Öllum var skipt í tvo hópa, annar taldi atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum og hinn um sameiningu. Þetta eru niðurstöður talninga. 

Á kjörskrá voru 37. Kjörsókn var 86,5 %.

Kosning til bæjarstjórnar Bolungarvíkur

D listi Sjálfstæðismanna og óháðra fékk 43,75 % greiddra atkvæða.

K listi Máttar meyja og manna fékk 56,25 % greiddra atkvæða.

Auðir og ógildir seðlar voru 0.

Sameining við Ísafjarðarbæ,

Já sögðu 34,4 %,

Nei sögðu 65,6 %,

Auðir og ógildir seðlar voru 0.