Nýnemaball 2017

10.10.2017

Í Grunnskóla Bolungarvíkur hefur skapast sú hefð að 10. bekkingar bjóða 8. bekkinga velkomna á unglingastigið.

Fyrsta diskótek skólaársins hefur það þema. 

Fyrir nýnemaballið borða þessir tveir bekkir saman og í framhaldi er slegið upp diskóteki þar sem 9. bekkur er einnig velkomin. 

Nemendur í 10. bekk bera hitann og þungann af ballinu og fá foreldra sína í lið mér sér við eldamennskuna.  

Ekki var annað að sjá en nemendur ættu vel heppnað kvöld.