Nýsköpun á miðstigi

9.4.2025

  • 20250401_130732

Nemendur fræddust meðal annars um nýsköpun, hugmyndavinnu og styrkleika sína.

Í sköpunarlotu vann miðstig að nýsköpun. Nemendur fræddust meðal annars um nýsköpun, hugmyndavinnu og styrkleika sína.

Unnið var sérstaklega með þrjú af Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna: Engin fátækt, Heilsa og vellíðan ásamt Menntun fyrir alla.

Nemendur unnu verkefni með yfirskriftinni Nærsamfélag og nýsköpun þar sem þeir voru hvattir til að hanna, þróa eða vinna að nýsköpun sem heyrir undir Samfélag og umhverfi, Heilbrigðis- og félagsleg málefni ásamt Atvinnulífi og menntun.

Margar skemmtilegar hugmyndir kviknuðu og buðu nemendur til sýningar á afrakstri sínum þriðjudaginn 1.apríl.

Á sýningunni mátti sjá lausnir sem henta í skólastofunni, á heimilinu og samfélaginu.

20250401_131245

20250401_125038