Óhefðbundinn mánudagur

1.11.2020

 

Á morgun, mánudag verður óhefðbundinn skóladagur þar sem nánari upplýsingar um hertari aðgerðir hafa ekki borist skólastjórnendum nú um kvöldmatarleytið.

Yngsta stig mætir kl. 8 í aðalanddyri skólans.

5.-6. Bekkur mætir 8.15 í kennaraanddyri

7. bekkur mætir kl. 8.30 í kennaraanddyri

8. bekkur mætir 8:15 í anddyri mötuneytis

9. og 10. B mætir 8:30 í anddyri mötuneytis.

Mikilvægt er að allir nemendur fari beint í skólastofuna sína þegar þeir mæta í skólann. Nemendur í 5. bekk og eldri eiga að nota grímur. Allri kennslu lýkur kl. 12.

Ekki verður boðið upp á hádegismat nema fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem eru í dægradvöl. Dægradvöl verður opin til kl. 16 en endilega látið vita ef þið ætlið ekki að nýta ykkur þjónustuna.

Engin heilsuskólin verður þannig að 3. og 4. bekkur fer heim að kennslu lokinni.

Nánari upplýsingar um framhaldið kemur á morgun.

Kær kveðja, saman sigrum við þetta, Halldóra Dagný og Steinunn.