Opinn skóli
Nemendastýrð foreldraviðtöl, þriðjudaginn 28. janúar
Í opnum skóla felst að nemendur, foreldrar og /eða forráðamenn komi í skólann þar sem nemendur stýra samtölum við foreldra sína og kynna þeim verkefni sín og markmið.
Skólinn verður opinn á eftirfarandi tímasetningum :
08:15-10:00
10:30-12:30
13:00-15:00
Það þarf ekki að bóka tíma, bara koma þegar hentar á ofangreindum tímasetningum, Umsjónarkennarar verða í bekkjarstofum og greinakennarar eða aðrir starfsmenn í öðrum stofum. Nemendur kynna fyrir foreldrum/forráðamönnum stöðu sína, sýna verkefni og ræða námið. Við hvetjum ykkur til að ganga um skólann með barni/börnum ykkar og leyfa þeim að sýna ykkur afrakstur sinn í fleiri greinum.
Heitt kaffi verður á könnunni í holi hjá ritarar. Það mun einnig vera stutt foreldrakönnun í anddyri skólans sem við biðjum ykkur að taka þátt í áður en þið yfirgefið húsnæðið. Við vonum að þið takið vel í þessa útfærslu hjá okkur. Við hlökkum til að sjá ykkur.
Dagurinn telst sem skertur nemendadagur þannig að ef þið komist ekki þennan dag, þarf að sækja um leyfi fyrir nemandann annars skráist fjarvist á hann. Við vekjum athygli á að engin önnur starfsemi er í húsi þennan dag, dægradvöl lokuð.