Orðaflaumur um haustið
Evrópski tungumáladagurinn
Í ár ákváðum við að hafa haustþema á Evrópska tungumáladeginum. Nemendur skólans fengu þá tækifæri til að skrifa orð sem þeim finnst tengjast haustinu t.a.m. litaheiti, veðurfar, lýsingarorð og svo framvegis á hinum ýmsu tungumálum. Úr varð mikill orðaflaumur sem rann niður í tungumálapottinn okkar sem búið var að koma fyrir á vegg í holi skólans.
Að taka þátt í degi sem þessum erum við að efla tungumálaskilning okkar um leið og við eflum skilning okkar á öðrum menningum og samfélagslega færni. Evrópski tungumáladagurinn (EDL – European Day of Languages) er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.