Óshvilft
Fjallganga í útiskóla
Nemendur og starfsmenn á unglingastigi gerðu sér lítið fyrir og gengu í morgun upp í Óshvilft.
Göngugarparnir stóðu sig allir með prýði en voru flestir þreyttir eftir rúmlega 6.5 km göngu og um 325 metra hækkun.
Bolvíkingar horfa flestir daglega á Óshvilftina og hafa aldrei gengið þar upp, nú er það ekki eftir hjá þessu flotta hóp.