Öskudagsgleði

25.2.2020


Á morgun miðvikudag verður öskudagsgleði í grunnskólanum. Nemendum verður boðið upp á vöfflur með rjóma eftir fyrri frímínútur. Að loknum seinni frímínútum verður svo diskó á sal skólans. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að koma í búningum og skemmta sér saman.
Minni á að þetta er skertur dagur og skóla lýkur að hádegismat loknum. Dægradvöl/heilsuskóli verður í boði, vinsamlegast tilkynnið ef þið ætlið ekki að nýta það.
Kær kveðja Halldóra Dagný og Steinunn

12729354_10208484554416520_2550068327129070193_n