Öskudagsgleði

17.2.2021

Margt var sér til gamans gert í tilefni öskudagsins. Margir nemendur mættu í búningum sem og flest allir starfsmenn. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir tókst að brjóta upp skólastarfið á ýmsan hátt og gera skóladaginn eftirminnilegan. Öllum var boðið upp á vöfflur með sultu og rjóma, sem vakti mikla gleði. Yngstu nemendurnir hittust í salnum og dönsuðu villta dansa. Mötuneytið bauð upp á pylsur með tilheyrandi og þá sló eftirrétturinn þeirra Sínu og Drífu algjörlega í gegn. Einhverjum nemanda varð að orði eftir allar þessar kræsingar „þetta er almennilegur dagur“.