Öskudagsgleði
Nemendur og starfsmenn Grunnskóla Bolungarvíkur breyttust í hinar ýmsu fígúrur í dag. Það voru prinsessur, skrímsli, kúrekar, geimveirur og jafnvel míni kennarar sem skemmtu sér saman. Hefðbundin kennsla var fram að fyrri fríminútum, í kaffitímanum var boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu og svo tók öðruvísi hópastarf við. Viðburðarteymi skólans sá um stöðvar ásamt nemendum í 10. bekk. Boðið var upp á þrjár stöðvar, Kahoot stöð, Tik tok stöð og íþróttastöð. Síðan var ball sem endaði á pylsupartýi og að því loknu fóru nemendur heim glaðir og ánægðir. Látum myndirnar tala sínu máli.