Öskudagsgleði
Vekjum athygli á að það er starfsdagur eftir hádegi
Öskudaginn, miðvikudaginn 4. mars, hvetjum við sem flesta að koma í grímubúning í skólann. Öskudagsgleðin verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Klukkan 09:40 verður vöfflukaffi fyrir nemendur skólans og að því loknu verður farið á hinar ýmsu stöðvar. Öskudagsgleðinni lýkur með balli og pylsuhátíð og stendur til kl. 12:00 en þá lýkur öllu skólahaldi.
Starfsdagur er eftir hádegi og því engin kennsla eða heilsuskóli ásamt því að dægradvöl verður lokuð.