Piparkökuhúsakeppni
Piparkökuhúsakeppni hjá nemendum í 10. bekk
Nemendur 10. bekkjar hafa verið að æfa sig í hlutföllum í stærðfræði núna undanfarið og fóru í kjölfarið af stað í verkefni sem snéri að því að velja sér hús, finna teikningar af því og hanna, baka, setja saman og skreyta smækkaða útgáfu af húsinu í formi piparkökuhúss.
Nemendur og starfsmenn skólans gátu skoðað húsin og kosið sitt uppáhalds í dag , þriðjudag. Íbúum Bolungarvíkur gefst einnig kostur á að kjósa það hús sem heillar þá hvað mest þar sem húsin eru nú til sýnis í Kjörbúðinni.
Myndir af húsunum má sjá hér fyrir neðan: