Ræðukeppni miðstigs

3.5.2021

  • IMG_6571
  • IMG_6634
  • IMG_6628
  • IMG_6629
  • IMG_6625
  • IMG_6624
  • IMG_6632

Undanfarnar tvær vikur hefur miðstigið verið að æfa sig í því að flytja ræður og æfa sig í rökræðum. Nemendur fengu ákveðin málefni til að fjalla um en þau voru: 

  • Eiga allir að fá sömu laun? með eða á móti
  • Á Ísland að flytja hreint vatn til landa sem skortir vatn? með eða á móti
  • Er annað kynið betra en hitt? með eða á móti
  • Á Ísland að taka á móti flóttafólki frá öðrum löndum? með eða á móti
  • Eiga allir sömu möguleikana til að ná árangri? með eða á móti

Dómarar voru þær Sigríður Elma Björnsdóttir, Viktoria Reimarsdóttir og Jóhanna Bjarnþórsdóttir.  Viljum við þakka þeim vel unnin störf. 

Viðurkenningar voru veittar fyrir besta frammistöðu liðs og bestu ræðumenn. 

Þau lið sem urðu hlutskörpust í hverri viðureign voru:

  • Eiga allir að fá sömu laun? með 
  • Á Ísland að flytja hreint vatn til landa sem skortir vatn? með 
  • Er annað kynið betra en hitt? á móti
  • Á Ísland að taka á móti flóttafólki frá öðrum löndum?  á móti
  • Eiga allir sömu möguleikana til að ná árangri? með 

Þeir ræðumenn sem urðu í fyrstu þrem sætunum voru:

  1. Rakel Eva Ingólfsdóttir
  2. Stefanía Rún Hjartardóttir
  3. Marcel Duszak

Þessi keppni er fyrsti vísir af því að kenna nemendum rökræður og keppa í anda Morfís. 

Áfram miðstig GB!