Rafræn nemendastýrð foreldraviðtöl

19.10.2020

Þriðjudaginn 20. okt verða rafræn nemendastýrð foreldraviðtöl. Foreldrar bóka tíma á mentor, kennari sendir link á fundinn,  nemendur mæta til kennara þegar viðtalið á sér stað og foreldrar/forráðamenn eru heima / í vinnupásu við tölvu/síma.

Ef foreldrar verða í tölvu og eru ekki með teams aðgang er best að opna teams í chrome vafranum og velja continue on this browser. Ef foreldrar verða í síma þarf að vera búin að ná í teams appið.

Við erum að gera tilraun og vonumst til að þetta heppnist, endilega verið í sambandi ef eitthvað er.