REGLUGERÐ um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

5.10.2020

Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem tók gildi á miðnætti 5. okt eru ekki neinar breytingar á skólahaldi í grunnskólum.

Eftir reynslu okkar í vor, þá viljum við gera allt sem við getum til að halda skólastarfinu okkar óskertu. Við höfum m.a. gert ráðstafanir varðandi salernisaðstöðu, sem var veikur punktur þegar kom að lokuninni í vor. Við ætlum einnig að takmarka heimsóknir í skólann, þeir foreldrar sem þurfa nauðsynlega að koma í skólann eru vinsamlegast beðnir að hringja fyrst í ritara og láta vita af komu sinni, auk þess þurfa þeir að huga að smitvörnum, spritta sig þegar þeir koma inn og nota grímu á göngum skólans. Ef nemendur gleyma íþróttafötum eða nesti má hringja í ritara sem tekur á móti því í anddyri skólans.

Munum öll að hver og einn ber ábyrgð á eigin sóttvörnum, förum með gát og sigrum þetta!