Reiðhjólahjálmar að gjöf

22.5.2020

  • 1-bekkur-hjalmar
  • Hjolahjalmar-2020

Í dag fór fram afhending reiðhjólahjálma til 1. bekkinga grunnskóla Bolungarvíkur. Verkefnið kallast Hjálmaævintýri Kiwanis og er unnið í samstarfi við Eimskip. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma. Bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp. Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta.

Einnig færði slysavarnanefnd Kvennadeildar slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf. Er þetta 5. árið sem deildin gefur 5. bekk hjólahjálma. Deildin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að styrkja þetta verkefni Jakob Valgeir, Sjóvá og Samkaup.