Reisugildi
Á nemendaþingi síðasta ár lagði ég og hópurinn minn til að við myndum smíða hænsnakofa fyrir skólann og í framhaldi af því fá okkur hænur sem við myndum hugsa um. Við vorum þá m.a.að hugsa um að minnka matarsóun, með því að nýta matarleifar sem fæði fyrir hænurnar.
Boðið var upp á val í smíðum á haustönninni þar sem verkefnið var að smíða hænsnakofa. Valið heldur áfram á vorönninni. Verkefnið hefur gengið ágætlega og á þriðjudaginn var haldið reisugildi þegar síðustu sperrurnar voru settar upp. Hér má sjá myndir af verkefninu, nemendum og kennara.
Kv. Guðbjörn Sölvi