Sjónlistadagurinn 2025
"Drip" verk Jen Stark
Sjónlistadagurinn er samnorrænn myndlistardagur barna og ungmenna sem haldin er hátíðlegur ár hvert. Dagurinn þjónar þeim tilgangi að sýna og upphefja myndlist og möguleika listgreina. Markmiðið er að dagurinn verði haldinn hátíðlegur á öllum Norðurlöndunum í skólum, á söfnum og stofnunum.
Zofia myndmenntakennari lagði þemaverkefni ársins inn fyrir alla nemendur skólans. Þemað í ár byggist til dæmis á listaverkum listakonunnar Jen Stark. Stark er einna helst þekkt fyrir „Drip“ verkin sín sem kviknuðu út frá lekandi málningu. Stark nýtir vísindi og ráðgátur í verkum sínum þar sem hún setur t.d. fram sjónræn kerfi. Þau kerfi sem hún nýtir eru eins og vöxtur plantna, landfræðilegar hæðarlínur og rúmfræði.
Nemendur skólans unnu sín eigin „Drip“ verk með handleiðslu Zofiu og má sjá afrakstur vinnunnar á mötuneytisgangi skólans.