Sjónlistardagurinn

15.3.2024

  • Sjonlistadagurinn_2024-1-

Á Íslandi er þema ársins fjaðrir 

Sjónlistardagurinn er samnorrænn myndlistardagur barna og ungmenna sem haldin er hátíðlegur ár hvert. Dagurinn þjónar þeim tilgangi að sýna og upphefja myndlist og möguleika listgreina. Markmiðið er að dagurinn verði haldin hátíðlegur á öllum Norðurlöndunum í skólum, söfnum og stofnunum. Þema ársins hér á Íslandi er fjaðrir.

Zofia myndmenntakennari lagði þemaverkefni ársins inn fyrir alla nemendur skólans. Vængir skólans eru því samsetiir af fjöðrum nemenda á aldrinum 5-16 ára. Afraksturinn er sýnilegu á ganginum við mötuneyti skólans og fá því allir í skólanum að njóta listarinnar.

Sjonlistadagurinn_2024-2-