Skáld í skólum
Á mánudaginn fékk yngstastigið heimsókn frá rithöfundunum Lindu Ólafsdóttur og Vilhelm Antoni Jónssyni.
Á hverju hausti býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum
um land allt upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til
að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Dagskrárnar í Skáld
í skólum eru metnaðarfullar og fræðandi, höfundar koma í
heimsókn til að tala um bækur og lestur, sköpun og skrif,
ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast
en ekki síst til að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og
sköpunargleði.
Hafið bestu þakkir fyrir.