Skil á milli stiga
Nemendur fá að kynnast nýju stigi innan skólans
Dagana 25., 28. og 30. apríl munu nemendur Mala, 4. og 7. bekkjar kynnast skólastarfinu á nýju stigi. Nemendur á Mölum, tilvonandi 1. bekkur, fara upp á yngsta stig, 4. bekkur fer upp á miðstig og 7. bekkur fer upp á unglingastig. Á þessum dögum kynnast nemendurnir nýju umhverfi, kennurum og öðrum starfsháttum.
Á sama tíma fáum við tilvonandi nemendur Mala til okkar í heimsókn og fá þau þá að kynnast húsakynnum skólans, umhverfi hans og starfsfólki.
Þetta skipulag hefur reynst nemendum okkar og starfsfólki vel. Við merkjum til að mynda að nemendur okkar verði öruggari og eiga auðveldara með upphaf nýs skólaárs.
Nánara skipulag á skilum á milli stiga verður sent þeim foreldrum og forráðamönnum sem við koma.